Lög

Lög

Lög

Lög Brassbands Reykjavíkur

1.gr.

Félagið heitir Brassband Reykjavíkur, kennitala 610513-3870

2. gr.

Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík

3. gr.

Tilgangur félagsins er að vera vettvangur fyrir málmblásara að koma saman, spila, og koma fram.

4. gr.

Tilgangi sínum hyggst félagið ná með að halda reglulegar æfingar með það að markmiði að koma fram og spila tónlist.

5. gr.

Öllum er velkomið að óska eftir að taka þátt í starfi félagsins. Afstaða skal tekin til umsóknar um inngöngu á almennum félagsfundi. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum.

6. gr.

Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi.

7. gr.

Aðalfund skal halda eigi síðar en 1. Desember ár hvert. Boða skuli til aðalfundar með 2 vikna fyrirvara, og tillögur að lagabreytingum skuli berast stjórn innan 7 daga frá fundarboði.. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar lögð fram
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
  4. Lagabreytingar
  5. Ákvörðun félagsgjalds
  6. Kosning stjórnar
  7. Kosning skemmtinefndar
  8. Önnur mál

8.gr.

Stjórn félagsins skal skipuð þremur félagsmönnum, formanni, gjaldkera og ritara, kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn. Að auki skal kjós tvo varamenn til eins árs í senn. Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Formaður boðar til funda. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.

9.gr.

Á aðalfundi skal kjósa þriggja manna skemmtinefnd. Skemmtinefnd skal skipuleggja viðburði sem lyfta anda félagsmanna og byggja upp samhug og samkennd. Skemmtinefnt er kosin til eins árs í senn.

10.gr.

Ákvörðun um félagsgjald skal tekin á aðalfundi. Félagsgjöld skulu innheimt árlega.

11. gr.

Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal skal færa til næsta rekstrarárs.

12. gr.

Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir þess til Foreldrafélags Skólahljómsveitar Grafarvogs.