Fundargerð aðalfundar 2018

Fundargerð aðalfundar 2018

Ölveri 28. september 2018

Fundargerð aðalfundar Brassbands Reykjavíkur 2018

Fundarstjóri: Hans Orri Straumland

Fundarritari: Gréta Hauksdóttir

Mættir: Hans Orri Straumland, Liv Sjömoen, Halldóra Guðmundsdóttir, Ingólfur Hermannsson, Sandra Lind Jónsdóttir, Soffía Hauksdóttir, Jóhann Björn Ævarsson, Heimir Guðmundsson, Þórhildur Guðmundsdóttir, Eggert Jónasson, Eggert Björgvinsson, Gréta Hauksdóttir, Katrín Hauksdóttir, Elín Einarsdóttir, Guðlaugur Hávarðarson, Elsa Kristín Sigurðardóttir

Fundur settur kl. 20:08

Dagskrá fundarins:

  1.     Kosning fundarstjóra og ritara

Fundarstjóri: Hans Orri Straumland, ritari: Gréta Hauksdóttir

 

  1. Skýrsla stjórnar:

Vegna lengst tíma frá síðasta aðalfundi hefur snjóað yfir margt af því sem við höfum gert. Hér verður stiklað á stóru yfir hvað við höfum gert.

 

Stærst er að við fórum til Færeyja í algjörlega frábæra ferða og ég hef miklar áhyggjur af því að það verði erfitt að toppa hana.

Héldum nokkra tónleika og almennt hafa þeir tekist vel. Nýárstónleikar hafa fest sig í sessi en örlítið hefur reynst erfitt að skipuleggja í kringum þá. Of mikil tími á haustönn en svo of lítill tími á vorönn. Formaðurinn viðurkennir þó að hugsanlega sé hann aðeins of metnaðarfullur í lagavali.

Við urðum meðlimir að Sambandi Íslenskra Lúðrasveita og höfum á aðila í stjórn frá því að við vorum tekin inn. Þess má til gamans geta að við erum ekki nýjasti meðlimurinn og það er jákvætt.

Við tókum þátt í landsmóti SÍL í Mosfellsbæ. Stjórnandinn okkar stjórnaði sameinaðri sveit þar sem spilaðar voru nýjar útsetningar úr nýju nótnahefti SÍL sem heitir því frumlega nafni Leikandi Létt 2.

Við höfum verið í samstarfi við Hjallakirkju og spilað með þeim í StarWars-, jóla-, og kvikmyndamessu og fengið hrós fyrir.

Við spiluðum í afmæli Skólahljómsveitar Grafarvogs og vorum algerlega til fyrirmyndar. Gaman að fá að taka þátt í afmælinu enda hefur stuðningur SG verið okkur ómetanlegur.

Við höfum fengið nokkrar hljómsveitir í heimsókn og spilað með þeim. Það hefur verið gaman að hitta aðra með sameiginlega áhugamál og þekkjum sjálf hvað það er mikilvægt að hafa góða gestgjafa.

 

Við höfum notið góðvildar ýmissa aðila. Sérstaklega ber að nefna Einar Jónsson sem hefur verið ótrúlega jákvæður gagnvart okkur og án hans stuðning væri erfitt að rekar bandið. Kirkjurnar okkar, Grafarvogs, Hjalla, og Vídalíns hvar verið okkur góðar og í flestum tilfellum hafa þær “gleymt” að senda okkur reikninga. Trommararnir Diddi og Frank, sem mæta ef þeir geta og redda okkur. En ekki má gleyma Örvari sem er ótrúlegur bjargvættur.

 

Svo má ekki gleyma stýrimanninum okkar, honum Jóhanni. Þrátt fyrir langan lista af göllum þá værum við lítið án hans sveiflandi höndum fyrir framan okkur. Værum kannski betri ef við horfðum eitthvað á hann.

 

Stjórn BR þakkar svo öllum spilurunum sem hafa mætt á æfingar. Án þeirra væri erfitt að halda úti hljómsveitinni.

 

  1. Reikningar lagðir fram til samþykktar. Eins og staðan er, þá er tap af rekstri BR. Stjórnandi vildi koma því á framfæri að hann hefur ekki þegið laun frá áramótum, en óskað eftir því að laun hans verði sett inn á ferðasjóðsreikning.

Fyrirhuguð er ferð til Englands í vor, sjá nánar undir “Önnur mál.”

 

  1. Lagabreytingar. Aðeins ein breytingartillaga barst, frá formanni:

8, grein er: Stjórn félagsins skal skipuð fjórum félagsmönnum, formanni og þremur meðstjórnendum, kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn. Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Formaður boðar til funda. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.

 

  1. Grein verður: Stjórn félagsins skal skipuð þremur félagsmönnum, formanni, gjaldkera og ritara, kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn. Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Formaður boðar til funda. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.

 

Tillaga fundarmanna að stjórn verði 5 manna; 3 aðalmenn og 2 varamenn.

Tillaga fundarmanna að um allar stórar ákvarðanir verði kosið á félagsfundi.

Kosið skuli í 3 manna aðalstjórn (formann, ritara og gjaldkera) til 2 ára í senn. Að auki skal kjósa 2 varamenn til eins árs í senn. Stjórn skiptir með sér öðrum verkum.

Samþykkt af öllum. Uppfærð 8. grein er því:

Stjórn félagsins skal skipuð þremur félagsmönnum, formanni, gjaldkera og ritara, kjörnum á aðalfundi til tveggja ára í senn. Að auki skal kjós tvo varamenn til eins árs í senn. Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Formaður boðar til funda. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.

 

Tillaga að nýrri grein:

Á aðalfundi skal kjósa þriggja manna skemmtinefnd. Skemmtinefnd skal skipuleggja viðburði sem lyfta anda félagsmanna og byggja upp samhug og samkennd. Skemmtinefnt er kosin til tveggja ára í senn.

Samþykkt með handauppréttingu.

Tillaga að nýrri grein: Boða skuli til aðalfundar með 2 vikna fyrirvara, og tillögur að lagabreytingum skuli berast stjórn innan 7 daga frá fundarboði.

Kosið með handauppréttingu, samþykkt af meirihluta.

Tillaga að breytingu á 7. grein (um dagskrá aðalfundar):

7. Grein breytist í samræmi að því leiti að nýr liður bætist við í dagskrá sem er:

7, kostning skemmtinefndar

Aðrir dagskrárliðir aðlaga sig að nýjum lið.

Röðun greina aðlaga sig að nýrri grein.

 Samþykkt með handauppréttingum

 

  1. Ákvörðun félagsgjalda:

Tillaga að félagsgjöld séu 15.000 kr. á ári.  Samþykkt af meirihluta með handauppréttingum.

Stjórn ákveði fyrirkomulag (greiðsludreifingu)

 

  1. Kosning stjórnar:

Til formanns gefa kost á sér: Hans Orri Straumland (samþykkt án mótmæla)

Til ritara (riddara): Gréta Hauksdóttir  (samþykkt án mótmæla)

Til gjaldkera: Eggert Björgvinsson (samþykkt án mótmæla)

Varamenn: Þórhildur og Halldóra

Skemmtinefnd: Elsa, Sandra, Katrín.

Tillaga að verkefnavalsnefnd: Vísað til stjórnar með það að markmiði að hafa æfingaprógramm annarinnar  markvissara m.t.t. fyrirhugaðra tónleika, í samráði við stjórnanda.

 

  1. Önnur mál:

Elsa og ferðamálin:

Richard Brassband í London (Salisbury?)   – Whitsun Brassband geðveikin. 14. júní 2019  (mótið er allan föstudaginn, mögulega annan dag líka)

„Ólöf“ hefur boðið BR að vera í samfloti með þeim, hvað varðar skipulag og rútuferð og slíkt.  Þau myndu þá gjarna koma til Íslands árið 2020. Fundarmenn samþykkja slíkt.

Kostnaður ætti að vera temmilegur, sérstaklega með því að deila kostnaði við rútu o.fl.  Spurning hvað fólk virði vera lengi.

Bent er á að margir spilarar þurfa að vera komnir aftur til Íslands 17. júní. Spurning um að fara út á fimmtudegi og aftur til baka á sunnudegi 16.6.

Elsa ætlar að hafa samband aftur við Ólöfu og setja niður nokkra punkta, og gróflega kostnaðaráætlun. Svo þarf að fara að skoða (og panta) flugsæti og slíkt.

Rætt um möguleika á sumarbústaðaferð/æfingahelgi BR og hugsanlegar staðsetningar. Umræður. Skemmtinefnd verður sett í málið.

 

Fundi slitið kl. 21:33