Browsed by
Efnisorð: England

Hausttónleikar 15.9.2019

Hausttónleikar 15.9.2019

Í júnímánuði lagði Brassband Reykjavíkur land undir fót og flutti fólk og hljóðfæri til Saddleworth á Englandi (rétt við Manchester) til þátttöku í keppni brassbanda.

Keppnin; Saddleworth Whit Friday Brass Band Contests, er árviss viðburður og nú síðast tóku 119 brassbönd þátt á 11 keppnisstöðum, flest frá Stóra-Bretlandi. Einhver komu þó handan landsteinanna og Brassband Reykjavíkur vann til verðlauna sem besta erlenda bandið á sínum stað.

Tónleika- og marseringardagskrá Brassbandsins verður leikin í heild sinni sunnudaginn 15. september kl. 19 í Guðríðarkirkju í Grafarholti.
Stjórnandi er Jóhann Björn Ævarsson.

Almennt miðaverð á tónleikana eru 2.000 kr., en ókeypis fyrir börn og ungmenni undir 16 ára.

(GoogleMaps-krækja á Guðríðarkirkju er hér.)