Lúðra-battl á Menningarnótt
Þar sem gömlu lúðrasveitirnar í Reykjavík vildu ekki tapa fyrir þeirri yngstu mun BR fylgjast spennt með af hliðarlínunni að þessu sinni. En þar sem við munum ekki spila með í þessu þá bjóðum við félögum okkar í Reykjavík ákaflega hæfileikaríka brass spilara, til að styrkja hópinn, gegn vægu gjaldi.
Annars hvetjum við alla til að kíkja í Hljómskálagarðinn kl 17 á Menningarnótt og verða vitni að þessum merka viðburði. Brassband Reykjavíkur á nokkuð marga fulltrúa þarna ásamt því að hæstvirtur stjórnandi BR mun stjórna viðburðnum og sjá til þess að allt fari vel fram enda er hann gamall (með áherslu á gamall) lögreglumaður og annálað heljarmenni.