Browsed by
Flokkur: Fréttir

Lúðrasveitar tónleikar á Rás 2

Lúðrasveitar tónleikar á Rás 2

Það er ekki oft sem lúðrasveitir fá stóran sess í útsendingum íslenska útvarpsstöðva, þó Rás 1 megi eiga það að oft heyrist blástur lúðrasveita þar.

Á Rás 2 í gærkvöldi voru þó fluttir tónleikar grænklæddu vina okkar í Lúðrasveit verkalýðsins ásamt 200.000 Naglbítum. Þetta eru frábærir tónleikar og alveg þess virði að hlusta á.

Upptakan er aðgengileg til 19. desember. Njótið vel.

http://www.ruv.is/spila/ras-2/konsert/20180920

 

Bardagi blásaranna – úrslit 2018

Bardagi blásaranna – úrslit 2018

Í rauðu: Lúðrasveit Reykjavíkur, í bláu: Lúðrasveitin Svanur, í grænu: Lúðrasveit verkalýðsins. Viðburðarstjórnandi í svörtu: Jóhann Björn Ævarsson, Brassbandi Reykjavíkur. (Mynd: Halla Eyberg Þorgeirsdóttir)

Það var heitt í kolununum í Hljómskálagarðinum á laugardaginn var þegar þrjár elstu Reykjavíkursveitinar; Lúðrasveitin Svanur, Lúðrasveit Reykjavíkur og Lúðrasveit verkalýðsins, mættust í blástursbardaga um hver væri best þeirra. Aðdragandi uppgjörsins rataði í fjölmiðla, bæði kvöldfréttir RÚV og fréttasetur mbl.is, og jafnframt gengu sögur þess efnis að einstaka meðlimir hefðu orðið fyrir „hnjaski“ af völdum andstæðra sveita í vikunni fyrir bardagann.

Eftir stutt en hatrammt uppgjör fór svo að lúðrasveitin Svanur stóð uppi sem sigurvegari og fær að hampa hinum nýfræga montskildi, settum 21 steini af óljósum uppruna, ásamt montréttindum fram að næstu keppni. Brassband Reykjavíkur óskar Svansmönnum hjartanlega til hamingju með nýfenginn sigur. Hver veit svo hvernig staðan verður að ári.

Tilkynnt um sigur Svansins og montskjöldurinn afhentur. Hin bláklæddu eru augljóslega ánægð með niðurstöðuna. (Mynd: Halla Eyberg Þorgeirsdóttir)
Lúðra-battl á Menningarnótt

Lúðra-battl á Menningarnótt

Þar sem gömlu lúðrasveitirnar í Reykjavík vildu ekki tapa fyrir þeirri yngstu mun BR fylgjast spennt með af hliðarlínunni að þessu sinni. En þar sem við munum ekki spila með í þessu þá bjóðum við félögum okkar í Reykjavík ákaflega hæfileikaríka brass spilara, til að styrkja hópinn, gegn vægu gjaldi.

Annars hvetjum við alla til að kíkja í Hljómskálagarðinn kl 17 á Menningarnótt og verða vitni að þessum merka viðburði. Brassband Reykjavíkur á nokkuð marga fulltrúa þarna ásamt því að hæstvirtur stjórnandi BR mun stjórna viðburðnum og sjá til þess að allt fari vel fram enda er hann gamall (með áherslu á gamall) lögreglumaður og annálað heljarmenni.

Lúðrasveit Reykjavíkur

Lúðrasveitin Svanur

Lúðrasveit verkalýðsins

Nýtt starfsár hafið

Nýtt starfsár hafið

Æfingar eru hafnar að nýju á fimmtudagskvöldum.

Framundan eru nýárstónleikar þann 13. janúar 2018 í Grafarvogskirkju, og kvikmyndamessa með kór Hjallakirkju í febrúar. Svo er aldrei að vita nema bandið dúkki upp einhvers staðar fyrir (og eftir) þann tíma með stutt prógramm.