Bardagi blásaranna – úrslit 2018

Bardagi blásaranna – úrslit 2018

Í rauðu: Lúðrasveit Reykjavíkur, í bláu: Lúðrasveitin Svanur, í grænu: Lúðrasveit verkalýðsins. Viðburðarstjórnandi í svörtu: Jóhann Björn Ævarsson, Brassbandi Reykjavíkur. (Mynd: Halla Eyberg Þorgeirsdóttir)

Það var heitt í kolununum í Hljómskálagarðinum á laugardaginn var þegar þrjár elstu Reykjavíkursveitinar; Lúðrasveitin Svanur, Lúðrasveit Reykjavíkur og Lúðrasveit verkalýðsins, mættust í blástursbardaga um hver væri best þeirra. Aðdragandi uppgjörsins rataði í fjölmiðla, bæði kvöldfréttir RÚV og fréttasetur mbl.is, og jafnframt gengu sögur þess efnis að einstaka meðlimir hefðu orðið fyrir „hnjaski“ af völdum andstæðra sveita í vikunni fyrir bardagann.

Eftir stutt en hatrammt uppgjör fór svo að lúðrasveitin Svanur stóð uppi sem sigurvegari og fær að hampa hinum nýfræga montskildi, settum 21 steini af óljósum uppruna, ásamt montréttindum fram að næstu keppni. Brassband Reykjavíkur óskar Svansmönnum hjartanlega til hamingju með nýfenginn sigur. Hver veit svo hvernig staðan verður að ári.

Tilkynnt um sigur Svansins og montskjöldurinn afhentur. Hin bláklæddu eru augljóslega ánægð með niðurstöðuna. (Mynd: Halla Eyberg Þorgeirsdóttir)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.