Browsed by
Höfundur: Hans Straumland

Aðalfundur í fjarfundi

Aðalfundur í fjarfundi

Vegna Covid þarf að færa aðalfund yfir í tölvuheima. Þannig að fimmtudagskvöldið 15. okt, kl 21, fer fram aðalfundur Brassbands Reykjavíkur í fjarfundi.

Til að tengjast video fundi smellið á þennan hlekk: meet.google.com/and-jwqn-yuf

Til að hringja inn er hringt í +354 539 0680 og slegið inn PIN: 861 085 429 4331#

Fleiri símanúmer er að finna á þessum hlekk: https://tel.meet/and-jwqn-yuf?pin=8610854294331

Aðalfundur 2020

Aðalfundur 2020

Aðalfundur Brassabands Reykjavíkur fer fram fimmtudaginn 15. október um kl 21 í Þórunnartúni 6. Tillögur að lagabreytingum skal skila til stjórnar í tölvupósti á netfangið brassband.reykjavikur@gmail.com

Dagskrá er samkvæmt lögum:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar lögð fram
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
  4. Lagabreytingar
  5. Ákvörðun félagsgjalds
  6. Kosning stjórnar
  7. Kosning skemmtinefndar
  8. Önnur mál

Formaður og gjaldkeri þurfa að láta af embætti vegna annarra trúnaðarstarfa og því eru þau hlutverk laus. Einnig vill ritari losna og hleypa nýju blóði að.

Lög er að finna á slóðinni https://brassband.is/um-brassbandid/log/

Boðið verður upp á möguleika á fjarfundi og verður það kynnt nánar þegar nær dregur.

Lúðrasveitar tónleikar á Rás 2

Lúðrasveitar tónleikar á Rás 2

Það er ekki oft sem lúðrasveitir fá stóran sess í útsendingum íslenska útvarpsstöðva, þó Rás 1 megi eiga það að oft heyrist blástur lúðrasveita þar.

Á Rás 2 í gærkvöldi voru þó fluttir tónleikar grænklæddu vina okkar í Lúðrasveit verkalýðsins ásamt 200.000 Naglbítum. Þetta eru frábærir tónleikar og alveg þess virði að hlusta á.

Upptakan er aðgengileg til 19. desember. Njótið vel.

http://www.ruv.is/spila/ras-2/konsert/20180920