Browsed by
Höfundur: Brassbandið

Hausttónleikar 15.9.2019

Hausttónleikar 15.9.2019

Í júnímánuði lagði Brassband Reykjavíkur land undir fót og flutti fólk og hljóðfæri til Saddleworth á Englandi (rétt við Manchester) til þátttöku í keppni brassbanda.

Keppnin; Saddleworth Whit Friday Brass Band Contests, er árviss viðburður og nú síðast tóku 119 brassbönd þátt á 11 keppnisstöðum, flest frá Stóra-Bretlandi. Einhver komu þó handan landsteinanna og Brassband Reykjavíkur vann til verðlauna sem besta erlenda bandið á sínum stað.

Tónleika- og marseringardagskrá Brassbandsins verður leikin í heild sinni sunnudaginn 15. september kl. 19 í Guðríðarkirkju í Grafarholti.
Stjórnandi er Jóhann Björn Ævarsson.

Almennt miðaverð á tónleikana eru 2.000 kr., en ókeypis fyrir börn og ungmenni undir 16 ára.

(GoogleMaps-krækja á Guðríðarkirkju er hér.)

Gleðilegt nýtt (starfs-)ár!

Gleðilegt nýtt (starfs-)ár!

tenorhorn-fingur-hildur

Nýtt starfsár Brassbandsins hefst í þessari viku, með æfingu fimmtudaginn 6. september á hefðbundnum æfingatíma (kl. 20) í aðstöðu Skólahljómsveitar Grafarvogs í Húsaskóla (sem fyrr).

Tónleikar auglýstir síðar.

Bardagi blásaranna – úrslit 2018

Bardagi blásaranna – úrslit 2018

Í rauðu: Lúðrasveit Reykjavíkur, í bláu: Lúðrasveitin Svanur, í grænu: Lúðrasveit verkalýðsins. Viðburðarstjórnandi í svörtu: Jóhann Björn Ævarsson, Brassbandi Reykjavíkur. (Mynd: Halla Eyberg Þorgeirsdóttir)

Það var heitt í kolununum í Hljómskálagarðinum á laugardaginn var þegar þrjár elstu Reykjavíkursveitinar; Lúðrasveitin Svanur, Lúðrasveit Reykjavíkur og Lúðrasveit verkalýðsins, mættust í blástursbardaga um hver væri best þeirra. Aðdragandi uppgjörsins rataði í fjölmiðla, bæði kvöldfréttir RÚV og fréttasetur mbl.is, og jafnframt gengu sögur þess efnis að einstaka meðlimir hefðu orðið fyrir „hnjaski“ af völdum andstæðra sveita í vikunni fyrir bardagann.

Eftir stutt en hatrammt uppgjör fór svo að lúðrasveitin Svanur stóð uppi sem sigurvegari og fær að hampa hinum nýfræga montskildi, settum 21 steini af óljósum uppruna, ásamt montréttindum fram að næstu keppni. Brassband Reykjavíkur óskar Svansmönnum hjartanlega til hamingju með nýfenginn sigur. Hver veit svo hvernig staðan verður að ári.

Tilkynnt um sigur Svansins og montskjöldurinn afhentur. Hin bláklæddu eru augljóslega ánægð með niðurstöðuna. (Mynd: Halla Eyberg Þorgeirsdóttir)

Lúðra-battl á Menningarnótt

Lúðra-battl á Menningarnótt

Þar sem gömlu lúðrasveitirnar í Reykjavík vildu ekki tapa fyrir þeirri yngstu mun BR fylgjast spennt með af hliðarlínunni að þessu sinni. En þar sem við munum ekki spila með í þessu þá bjóðum við félögum okkar í Reykjavík ákaflega hæfileikaríka brass spilara, til að styrkja hópinn, gegn vægu gjaldi.

Annars hvetjum við alla til að kíkja í Hljómskálagarðinn kl 17 á Menningarnótt og verða vitni að þessum merka viðburði. Brassband Reykjavíkur á nokkuð marga fulltrúa þarna ásamt því að hæstvirtur stjórnandi BR mun stjórna viðburðnum og sjá til þess að allt fari vel fram enda er hann gamall (með áherslu á gamall) lögreglumaður og annálað heljarmenni.

Lúðrasveit Reykjavíkur

Lúðrasveitin Svanur

Lúðrasveit verkalýðsins

Nýárstónleikar 13. janúar

Nýárstónleikar 13. janúar

Nýárstónleikar Brassbands Reykjavíkur verða laugardaginn 13. janúar kl. 16 í Grafarvogskirkju.

Á dagskrá er fjölbreytt sveiflutónlist, sígild verk svo sem syrpa úr smiðju Count Basie, í bland við jassaðar útsetningar af Bítlunum og Edvard Grieg.

Aðgangseyrir er 2000 kr.
50% afsláttur fyrir eldri borgara og námsmenn, og frítt fyrir börn (upp að 18 ára aldri).

Staðsetning á korti (já.is)

Staðsetning á Google Maps (krækja)

Nýtt starfsár hafið

Nýtt starfsár hafið

Æfingar eru hafnar að nýju á fimmtudagskvöldum.

Framundan eru nýárstónleikar þann 13. janúar 2018 í Grafarvogskirkju, og kvikmyndamessa með kór Hjallakirkju í febrúar. Svo er aldrei að vita nema bandið dúkki upp einhvers staðar fyrir (og eftir) þann tíma með stutt prógramm.