Browsed by
Höfundur: brass

Brassbandið og SAS Janitjsarorkester

Brassbandið og SAS Janitjsarorkester

Föstudaginn 26. maí munu SAS Janitjsarorkester, norsk lúðrasveit SAS flugfélagsins, og Brassband Reykjavíkur, halda sameiginlega tónleika í Hjallakirkju í Kópavogi.

Aðgangur ókeypis.

SAS lúðrasveitin á sér langa sögu og hefur leikið vítt og breytt um heiminn. Hana skipar starfsfólk SAS flugfélagins og kemur sveitin reglulega fram á vegum þess. Hún flytur á tónleikunum norska tónlist í bland við þekkt erlend lög – meðal annars Gardenparty frá Mezzoforte.

Brassband Reykjavíkur er nýkomið úr vel heppnaðri heimsókn til Færeyja, og flutti þar einungis íslenska tónlist, svo sem syrpu Reykjavíkurlaga og lög eftir Jón Múla, og mun flytja hafa þessi lög á efnisskránni.

SAS sveitin leikur einnig með kór Icelandair sunnudaginn 28. maí í Seltjarnarneskirkju.

Stjórnandi SAS sveitarinnar er Njål Enger, og stjórnandi Brassbandins er Jóhann Björn Ævarsson.

 

Hjallakirkja, Álfaheiði 17, 200 Kópavogi.