Browsed by
Mánuður: september 2020

Aðalfundur 2020

Aðalfundur 2020

Aðalfundur Brassabands Reykjavíkur fer fram fimmtudaginn 15. október um kl 21 í Þórunnartúni 6. Tillögur að lagabreytingum skal skila til stjórnar í tölvupósti á netfangið brassband.reykjavikur@gmail.com

Dagskrá er samkvæmt lögum:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar lögð fram
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
  4. Lagabreytingar
  5. Ákvörðun félagsgjalds
  6. Kosning stjórnar
  7. Kosning skemmtinefndar
  8. Önnur mál

Formaður og gjaldkeri þurfa að láta af embætti vegna annarra trúnaðarstarfa og því eru þau hlutverk laus. Einnig vill ritari losna og hleypa nýju blóði að.

Lög er að finna á slóðinni https://brassband.is/um-brassbandid/log/

Boðið verður upp á möguleika á fjarfundi og verður það kynnt nánar þegar nær dregur.